Velkomin á nýja heimasíðu Sjóferða

Góðan dag, og verið velkomin á nýja heimasíðu Sjóferða.

Sjóferðir er nýstofnað fyrirtæki sem mun reka 2 fyrrum báta Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar.

Sjóferðir munu taka til starfa sumarið 2021 og mun áætlun byrja 1. júní.

Sjóferðir verða staðsettar á sama stað og Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar voru á og farþegar munu geta leitað til okkar í bryggjuhúsinu góða.

Stígur Berg Sophusson og Henný Þrastardóttir munu stýra fyrirtækinu, en Stígur hefur starfað hjá Hafstein og Kiddý allt frá árinu 2006, ásamt því að leysa af hjá öðrum ferðaþjónustuaðilum svo reynslan fer ekkert þó svo nýtt félag standi að rekstrinum.

Þessi heimasíða mun vera í vinnslu í vetur og við munum bæta inn upplýsingum reglulega, einnig er hægt að heimsækja síðu Vesturferða en þar má finna upplýsingar um siglingar og ferðir sem verða í boði hjá okkur.

Kærar kveðjur, við hlökkum til að sigla með ykkur sumarið 2021.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *