Um okkur

Sjóferðir ehf er nýlegt fyrirtæki í farþegaflutningum til Hornstranda.

Sjóferðir reka 3 farþegabáta.

Sjóferðir eru fjölskyldurfyrirtæki rekið af Stíg Berg Sophussyni og unnustu hans Henný Þrastardóttur, en Stígur hefur allt frá árinu 2006 siglt með farþega um djúp og Hornstrandir hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar.

Allir bátar Sjóferða eru gæðaeintök sem búnir eru 2 mjög nýlegum vélum til að tryggja öryggi farþega enn frekar.

Bátarnir eru 3 og misstórir. Fyrst ber að nefna Ingólf sem tekur 30 manns og er með krana sem nýtist í þungaflutninga, svo er það drottningin,  Guðrún sem tekur allt að 48 manns, Stærst er svo Sjöfnin sem tekur 48 manns og er útbúin afar öflugum krana til þungaflutninga. Ferðirnar hefjast á Ísafirði þar sem hægt er að stíga beint um borð, en notast þarf við Slöngubáta til að ferja fólk og farangur í og úr landi innan friðlandsins.

Áætlun fyrirtækisins fyrir Hornstrandir sumarið 2023 er í vinnslu, en ljóst er að  áætlun hefst í lok maí og síðasta ferð farin í september Hægt er að panta bátana í sérferðir utan þessa tímabils.

Til að bóka hafið samband í síma 456-5111 eða sendið okkur póst á vesturferdir@vesturferdir.is

Fyrir Sérferðir er einnig hægt að hafa beint samband við Stíg í síma 866-9650 eða senda póst á sjoferdir@sjoferdir.is

Ekkert mál er að fá sérverð fyrir hópa og við getum bætt við stoppum í Grunnavík, Sléttu, Flæðareyri og Lónafirði ásamt öðrum stöðum ef um það er beðið.

Stígur Berg , Eigandi og framkvæmdastjóri
Henný Þrastardóttir, Eigandi, Launafulltrúi og íhlaupamanneskja

Eigendurnir í Hornvík