Vinsælir áfangastaðir

Hér má finna helstu áfangastaðina, fyrir aðra áfangastaði endilega hafið samband.

Hesteyri

Hesteyri í Jökulfjörðum er dásamlegt þorp sem fór í eyði 1952.

Við bjóðum upp á áætlunarferðir til Hesteyrar og kaffiferðir með leiðsögn þar sem stoppað er í gamla læknishúsinu í dýrindis kruðerí hjá Hrólfi Vagnssyni. Yndisleg dagsferð á Hesteyri þar sem tíminn hefur staðið kyrr síðan íbúar fluttust úr sveitinni.

Bókaðu ferðina Til Hesteyrar Hér.

Bókaðu ferðina frá Hesteyri Hér.

Bókaðu dagsferð á Hesteyri Hér.

Einni er boðið uppá dagsgöngu milli Aðalvíkur og Hesteyrar. Frábær dagsferð til að komast í kynni við hina stórbrotnu náttúru Hornstranda. Gengið er yfir á Hesteyri frá Sæbóli í Aðalvík á þriðjudögum, en frá Hesteyri yfir að Látrum í Aðalvík á laugardögum. Útsýnið er tilkomumikið en vel sést um Djúp og Jökulfirði. Gangan er 14 km með 400 m hækkun. Um er að ræða fremur létta göngu sem hentar öllum í sæmilegu formi. Mikilvægt að vera vel útbúinn í góðum gönguskóm. Á leiðinni þarf að vaða litla á svo vaðskór geta komið sér vel. Myndavélin er líka ómissandi í þessari ferð.

Bókaðu gönguferð frá Hesteyri til Látra í Aðalvík Hér.

Bókaðu gönguferð frá Sæból Aðalvík til Hesteyrar Hér

Vigur, Perlan í djúpinu

Kaffiferð í Vigur er fastur punktur í tilverunni og ekkert sem nokkur ætti að missa af. Í VIgur er dásamlegt fuglalíf, lundar, æðarkollur, blikar, kríur og lengi mætti telja.

Þar er einnig minnsta pósthús landsins og elsta mylla landsins.

Í Vigurferðunum er innifalin leiðsögn um eyjuna og kaffiveitingar að leiðsögn lokinni.

Bókaðu Vigurferðina þína Hér.

Aðalvík

Aðalvík er einn mest sótti staður friðlandsins af íslendingum, en þar safnast saman á sumrin afkomendur ábúenda og fyrrum ábúendur. Þar eru 2 smá þorp, Látrar og Sæból.

Áætlun til Aðalvíkur byrjar seinnihluta maí og er fram til miðjan september.

Bókaðu ferðina Til Aðalvíkur Hér.

Bókaðu ferðina Frá Aðalvík Hér.

Hornvík

Hornvík er af mörgum talin fallegasti staður landsins, enda umvafin stórfenglegum fuglabjörgum (Hælavíkurbjarg og Hornbjarg).

Áætlun er til Hornvíkur tvisvar sinnum í viku, fimmtudögum og sunnudögum. Á fimmtudögum bjóðum við einnig uppá dagsferð með leiðsögn. Þá er stoppað í um það bil 6 klst og gengið framá Núp, með Ystadal og uppá Miðfell, þaðan liggur leiðin niður að Svaðaskarði og í Miðdal, einstök náttúrufegurð og kyrrð þar sem tilvalið er að skella sér í fótabað í Miðdalsvatni áður en haldið er niður Hestagötuna og um borð í bátinn aftur.

Ef aðstæður leyfa er oftar en ekki siglt um Súlnastapa en þar frábært útsýni upp Hælavíkurbjargið, á Langakamb og einstaka fuglalífið þar í kring

Bókaðu ferðina til Hornvíkur Hér.

Bókaðu ferðina frá Hornvík Hér.

Bókaðu Dagsferð í Hornvík Hér.

Veiðileysufjörður

Veiðileysufjörður er einn af vinsælustu stöðunum til að hefja eða ljúka göngu á Hornströndum. Veiðileysufjörður er 8 km að lengd og stærstur Jökulfjarða.

Algengt er að ganga úr Veiðileysu og yfir í Hornvík og er talað um að gangan sé 4-6klst.

í Veiðileysu er lítið tjaldsvæði og salernisaðstaða.

Bókaðu ferðina þína til Veiðileysufjarðar Hér.

Bókaðu ferðina þína frá Veiðileysufirði Hér.

Hvalaskoðun

Sjóferðir Bjóða uppá hvalaskoðun í hinu margfræga og dásamlega Ísafjarðardjúpi

í djúpinu er mjög af hnúfubak og fuglalífið auðvitað stórkostlegt á góðum degi

við erum með áætlun og bjóðum líka uppá sérferðir í hvalaskoðun

bókaðu í áætlun Hér.

Til að bóka sérferð hafðu samband í síma 866-9650 eða sjoferdir@sjoferdir.is

Mikið fleiri áfangastaðir eru í boði í okkar áætlun.

Hægt er að hafa samband vegna sérferða fyrir hópa, vinnuferðir í hús og fleira.

Stígur Berg Sophusson 866-9650 eða sjoferdir@sjoferdir.is