Bátarnir okkar

Ingólfur 2779

Ingólfur er 30 farþega bátur smíðaður í Trefjum, Hafnarfirði 2007.

Árið 2017 var Ingólfur tekin upp hjá Trefjum, lengdur og skipt um vélar og dittað að ýmislegu. Það má segja að hann sé nánast eins og nýr eftir þá heimsókn þangað.

Einstaklega góður sjóbátur og hefur þessi bátategund verið með þeim vinsælli hjá smábátasjómönnum bæði á Íslandi og í Noregi, en þá má finna um allan heim.

Krani og stórt dekk gera Ingólf einstaklega hagkvæman og þungaflutningar og vinnuferðir á ströndum.

Ingólfur er með 2 vélar 420 HP hvor og skila þær honum uppí 26 mílur

Hagkvæmasti hraði er 18-20sml og því er honum iðulega siglt á þeim hraða

Guðrún Kristjáns (Drottningin)

Guðrún er 48 farþega bátur smíðaður hjá Samtaki í Hafnarfirði árið 2000, þá stærsti plastbátur sem smíðaður hafði verið á Íslandi.

Guðrúnin er sannkölluð sjóborg og afskaplega traustur bátur í allskyns veðrum.

Guðrúnin er útbúin 2 Cummins sleggjum 430 HP hvor og skila þær henni uppí 24-25sml

Hagkvæmasti hraðinn er um 17-20 sml og er það því iðulega ferðahraðinn.

Sjöfn

Sjöfnin er nýjasta viðbótin í flotann.

margreyndur farþegabátur frá Noregi, 22 metra löng og 5,4 metra breið.

einstaklega gott sjóskip og mjög rúmgóð

hentar einstaklega vel fyrir Þungaflutninga, með stóran og öflugan krana.

Sjöfn er útbúinn 2 16 lítra Heavy Duty Volvo vélum og er ferðahraðinn 18-20 sml