top of page
skíðaferð1 copy.png

Gönguskíðaferð

Hin árlega gönguskíðaferð frá Aðalvík yfir á Hesteyri verður farin föstudaginn langa, 18.apríl 2025. Lagt verður af stað frá Ísafirði klukkan 9 um morguninn, siglt verður yfir í Aðalvík og farþegar settir í land ásamt leiðsögumönnum. Báturinn mun bíða á Hesteyri þar sem verða veittar léttar veitingar fyrir svangt skíðafólk að göngu lokinni.

Mikilvægt er að þáttakendur hafi reynslu á gönguskíðum og séu í góðu líkamlegu formi. Eðlilega eru engar brautir á svæðinu, svo skíðamaður þarf að velja skíðabúnað með það til hliðsjónar. Einnig er mikilvægt að hafa með sér nesti fyrir daginn og vatn eða

annan vökva í brúsum.

Snjór er yfir svæðinu og þess vegna ekki hægt að treysta á að hægt sé að fylla vatnsbrúsa þegar komið er inná svæðið. Gangan sjálf er tiltölulega auðveld og tekur um fjórar til fimm

klukkustundir og hækkun um 270 metrar.

Í þessa ferð er lágmark 8 farþegar og verður ferðin endurgreidd ef ekki er næg þátttaka.

Einnig þarf að hafa í huga að á þessum árstíma er allra veðra von svo hér ræður veður för.

Ef hætta þarf við ferðina vegna veðurs er ferðin að sjálfsögðu einnig

endurgreidd að fullu

Dagatal
bottom of page