Áfangastaðir

Upplýsingar munu bætast hér inn þegar líður á veturinn

Hesteyri

Hesteyri í Jökulfjörðum er dásamlegt þorp sem fór í eyði 1952.

Við bjóðum upp á áætlunarferðir til Hesteyrar og kaffiferðir með leiðsögn þar sem stoppað er í gamla læknishúsinu í dýrindis kruðerí hjá Hrólfi Vagnssyni

Bókaðu Hesteyrarferðina þína Hér.

Vigur, Perlan í djúpinu

Kaffiferð í Vigur er fastar punktur í tilverunni og ekkert sem nokkur ætti að missa af, í VIgur er dásamlegt fuglalíf. Lundar, æðarkollur, blikar, kríur og lengi mætti telja.

Þar er einnig minnsta pósthús landsins og elsta mylla landsins.

Í Vigurferðunum er innifalin leiðsögn um eyjuna og kaffiveitingar að leiðsögn lokinni.

Bókaðu Vigurferðina þína Hér.

Aðalvík

Aðalvík er einn mest sótti staður friðlandsins af íslendingum, en þar safnast saman á sumrin afkomendur ábúenda og fyrrum ábúendur. Þar eru 2 smá þorp, Látrar og Sæból.

Áætlun er til Aðalvíkur 2-4 í viku og hefst hún 1. júní 2021

Einnig bjóðum við uppá dagsferðir 2 í viku þar sem gengið er með leiðsögn annars vegar frá Hesteyri til Aðalvíkur, Látrar (laugardagar). Hins vegar er gengið frá Sæbóli í Aðalvík til Hesteyrar (þriðjudagar)

Bókaðu Aðalvíkurferðina þína Hér.

Hornvík

Hornvík er af mörgum talin fallegasti staður landsins, enda umvafin stórfenglegum fuglabjörgum (Hælavíkurbjarg og Hornbjarg).

Áætlun er til Hornvíkur 1 sinni í viku á Fimmtudögum og þá bjóðum við einnig uppá dagsferð, en þá er stoppað í um það bil 6 klst og gengið framá Núp, með Ystadal og uppá Miðfell, þaðan liggur leiðin niður að Svaðaskarði og í Miðdal, einstök náttúrufegurð og kyrrð og tilvalið að skella sér í fótabað í Miðdalsvatni áður en haldið er niður Hestagötuna og um borð í bátinn aftur.

Ef aðstæður leyfa er oftar en ekki siglt um Súlnastapa en þar frábært útsýni upp Hælavíkurbjargið, á Langakamb og einstaka fuglalífið þar í kring

Bókaðu Hornvíkurferðina þína Hér.

.

Mikið fleiri áfangastaðir eru í boði í okkar áætlun og munu þeir bætast hér inn fljótlega.

Hægt er að hafa samband vegna sérferða fyrir hópa, vinnuferðir í hús og fleira.

Stígur Berg Sophusson 866-9650 eða sjoferdir@sjoferdir.is