═safj÷r­ur - Hrafnfj÷r­ur

Sigling frá Ísafirði til Hrafnfjarðar tekur ca. 1 tíma og 30 mín. Hrafnfjörðurinn er lengstur allra jökulfjarða. Í firðinum var búið á þremur stöðum svo vitað sé. Á Hrafnfjarðareyri bjuggu okkur frægustu útlagar sögu vorrar, þau Fjalla Eyvindur og Halla og er leiði hans þar. Þau munu hafa dáið fyrir 1783.


Í Fóstrabræðrasögu er sagt frá þeim Þorgeiri og Þormóði Bersasyni er þeir hrökust undan veðri og höfðu vetrarsetu á Hrafnfjarðareyri. Forn megineldstöð er í fjarðarbotninum og nær hún norður í Furufjörð. Hrafnfjarðareldstöðin er talin vera um 13-14 milljón ára. Neyðarskýli er í Hrafnfirði og gott tjaldsvæði. Hrafnfjörður fór í eyði árið árið 1943. Margar gönguleiðir eru frá Hrafnfirði, t.d. yfir Skorarheiði, 200m yfir sjávarmáli, til Furufjarðar. Þaðan yfir Svartaskarð í Þaralátursfjörð til Reykjafjarðar. Í Reykjafirði er gott tjaldsvæði og gisting í húsi, góð útisundlaug og flugvöllur. Einnig má fara frá Hrafnfirði til Bolungarvíkur á Ströndum. Þar er svefnpokagisting og gott tjaldsvæði. Leiðin liggur síðan áfram t.d að Horni í Hornvík, þaðan í Hlöðuvík yfir Kjaransvíkurskarð til Hesteyrar.

Vefumsjˇn