GrunnavÝk - Hrafnfj÷r­ur

Sigling frá Ísafirði í Veiðileysufjörð er rúmur klukkutími. Fyrrum voru þar þrír bæir í byggð. Steig, Steinólfsstaðir og Marðareyri. Norðmenn reistu hvalveiðistöð á Meleyri árið 1897. Hún var flutt til Þórsvíkur í Færeyjum árið 1903. Veiðileysufjörður er tilvalinn staður til að hefja göngu um Hornstrandir.
Bein leið er úr botni fjarðarins upp í Hafnarskarð, 519m yfir sjávarmáli. Síðan niður í Höfn í Hornvík, ca. 4-5 tíma ganga. Þaðan er annars vegar hægt að fara fyrir Hornbjarg og koma þá leiðina t.d. í Hrafnfjörð, eða fara sem leið liggur frá Hornvík, Hælavík, Hlöðuvík, Kjaransvík, Fljótavík, Aðalvík, Látrar og yfir á Hesteyri.
Vefumsjˇn