föstudagurinn 29. jśnķ 2012

Myndband frį heimsókn ķ Vigur

BB.is hefur sett í loftið myndband þar sem rætt er við hjónin í Vigur.  Hægt er að skoða myndbandið á eftirfarandi slóð:

http://sjonvarp.bb.is/video/264

og annað myndband þar sem rætt er við Hafstein og Kiddýju er að finna á:

http://sjonvarp.bb.is/video/268

Við kvetjum sem flesta til þess að skoða þetta myndband.
žrišjudagurinn 26. jśnķ 2012

Verk-Vest félagar heimsóttu Hesteyri

bb.is | 26.06.2012 | 16:46
Félagar í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga fóru á dögunum í skemmtiferð yfir á Hesteyri í Jökulfjörðum. Ríflega tuttugu manns fóru í ferðina sem farin var með Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði. Leiðsögumaður í ferðinni var Magnús Reynir Guðmundsson á Ísafirði sem fæddist á Hesteyri. Sagði hann sögur af lífinu á Hesteyri og þeim aðstæðum sem íbúar þar bjuggu við fyrir 100 árum. Margt fólk bjó í Sléttuhreppi í upphafi 20. aldarinnar en á 10 ára tímabili, frá 1940-1950, fækkaði íbúum í hreppnum um 500 manns. Hesteyri fór í eyði árið 1952. Tíu hús eru enn á staðnum sem flest hafa verið gerð upp og eru notuð sem sumarhús.

Gestum bauðst að skoða hús sem er í eigu fjölskyldu Magnúsar Reynis (Búðina) en þar var rekin verslun á neðri hæðinni á fyrri hluta 20. aldar. Þá var boðið upp á gönguferð um þorpið. Markmið margra með ferðinni var að skoða sögusvið metsölubókar Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, sem gerist á Hesteyri. Síðar um daginn buðu hjónin Bryndís Friðgeirsdóttir og Már Óskarsson, ferðalöngunum upp á kjötsúpu. Rúsínan í pylsuendanum var tófa sem gert hefur sig heimakomna á staðnum. Hún sníkti mat af gestum og virtist óhrædd við mannfólkið.

„Félagar Verkvest héldu heim ánægðir með þessa afar skemmtilegu dagsferð," segir í ferðasögunni sem birt hefur verið á Verk-Vest vefnum.

thelma@bb.is

mįnudagurinn 11. jśnķ 2012

Flotbryggjan flutt į Hesteyri

Ingólfur leggur af staš meš bryggjuna ķ eftirdragi
Ingólfur leggur af staš meš bryggjuna ķ eftirdragi
« 1 af 2 »
Í morun var farið í árlega ferð til þess að koma flotbryggju fyrir á Hesteyri, en það er gert til þess að auðvelda farþegum að komast í land og um borð í báta Sjóferða aftur.
Að þessu sinni fóru þeir Hafsteinn Ingólfsson, Hermann Siegle og Jón Björnsson í ferðina.
Veður var með ágætum og gekk ferðin vel fyrir sig.  Þegar komið var á Hesteyri var bryggjan fest á sinn stað og Kafaði Hafsteinn til þess að skoða festingar sem halda bryggjunni í réttri stefnu.  Í leiðinni skoðaði hann botninn umhvefis bryggjuna til þess að ganga úr skugga um að ekkert væri þar sem skemmt gæti bátana.
Fyrsta ferðin verður farin á Hesteyri n.k. finntudag, með farþega af skemmtiferðaskipi sem kemur til Ísafjarðar., og er nú allt klárt fyrir sumarið, og bókanir lofa góðu.
mišvikudagurinn 23. maķ 2012

Feršamenn sękja ķ Vigur

bb.is | 23.05.2012

„Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar hefja siglingar hingað 9. júní, þá byrjar ferðamannastraumurinn fyrir alvöru," segir Salvar Baldursson bóndi í Vigur í Ísafjarðardjúpi, en eyjan liggur úti fyrir mynni Skötufjarðar. Talsverður ferðamannastraumur er í Vigur á sumrin og segir Salvar margvíslegar ástæður liggja að baki áhuga ferðamanna á eyjunni. „Þeir koma til að skoða lundann og fuglalífið almennt. Hér er líka friður og ró og mikið um falleg hús. Náttúran hér er sömuleiðis stórbrotin," segir Salvar.

Salvar dvelur allt árið um kring á eynni en kona hans og dóttir sækja skóla á Ísafirði. Einungis 10 mínútur tekur að sigla frá Súðavík yfir í Vigur, en Salvar vinnur á veturna við að hreinsa dúninn úr æðarvarpinu sem safnaðist yfir sumarið, og dytta að húsunum á eyjunni.

Eyjan er í eigu Salvars og bróður hans, Björns Baldurssonar. Húsin á eyjunni, fyrir utan Viktoríuhús og mylluna, eru í eigu þeirra bræðra. Þjóðminjasafnið á Viktoríuhús og mylluna, en þau voru gefin safninu fyrir nokkrum árum.

Salvar býst við talsverðum straumi af ferðamönnum í sumar, en áætlunarferðum til Vigur lýkur um miðjan ágúst.

gudmundur@bb.is

mįnudagurinn 21. maķ 2012

Śtskriftarferš Eyrarskjóls

Þessa stundina er elsti árgangur Eyrarskjóls í útskrifarferð í Vigur, en það er árlegur viðburður hjá Sjóferðum að fara með krakkana í siglingu áður en hópurinn kveður leikskólann. Það var mikil tilhlöökun í krökkunum, og ekki allir sáttir við að ljósmyndarinn væri að tefja þau frá því að komast um borð í Ingólf. Þeir munu skoða fuglalífið í Vigur og litlu lömbin og þiggja veitingar eins og aðrir gestir sem sækja eyjuna heim. Þegar heim er komið fá allir lítinn glaðning frá Kiddý áður en haldið er aftur í leikskólann.
Eldri fęrslur
Vefumsjón