mįnudagurinn 8. jślķ 2013

Annrķki hjį Sjóferšum

bb.is | 08.07.2013 | 15:02

„Það er brjálað að gera. Við erum úti í Vigur núna að taka á móti fólki. Það voru tvö skemmtiferðaskip í gær auk áætlunarferðar og því vorum við að til kl. 22 í gærkvöldi,“ segir Hafsteinn Ingólfsson, einn eigenda Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði um annir undanfarinna daga. „Hver bátur er kannski þrjár ferðir á dag. Þegar það eru skemmtiferðaskip bíðum við eftir farþegunum en oftast förum við fram og til baka,“ segir Hafsteinn.

Hafsteinn segir ótíð hafi verið undanfarið. Í gær hafi hann þurft að hverfa frá í Vigur vegna veðurs. Þá hafi hann sótt fólk í Aðalvík í gær og hafi sjóveiki gætt hjá nokkrum farþeganna. „Veðrið hefur ekki áhrif á viðskiptin. Veðrið í sumar er eins og var fyrir nokkrum árum. Í fyrra var t.d. aðeins bræla í tvo daga og þá sigldum við daglega á svanavatni,“ segir Hafsteinn.

hordur@bb.is
Hildur Helga Siguršardóttir viš minnisvaršann
Hildur Helga Siguršardóttir viš minnisvaršann
« 1 af 2 »
Föstudaginn 14. júní s.l. var afhjúpaður minnisvarði um Sigurð Bjarnason f.v. alþingismann í Vigur.
Sigruður var alþingismaður Norður Ísfirðinga frá 1942 til 1959 og síðar fyrir Vestfirðinga frá 1963 til 1970.
Ólöf Pálsdóttir eiginkona Sigurðar gerði gifsmynd af Sigurði sem síðar var steypt í brons.
Siglt var með Sjóferðum inn í Vigur þar sem athöfnin fór fram og ábúendur í Vigur buðu síðan upp á veitingar að athöfninni lokinni.  Það voru vinir Sigurðar við Ísafjarðardjúp sem gáfu minnisvarðann og mættu margir þeirra til athafnarinnar.  Hildur Helga, dóttir Sigurðar afhjúpaði minnisvarðann.
Myndir frá athöfninni má sjá í myndasafni síðunnar.
mįnudagurinn 3. jśnķ 2013

Śtskriftarferš leikskólabarna ķ Vigur

bb.is | 03.06.2013 | 11:02

„Það var hreint út sagt frábært. Þetta var dásamleg ferð. Við fengum gott veður og ótrúlegar móttökur í Vigur. Maður fer mjög varlega til að stíga ekki á kollurnar sem liggja allsstaðar og hverfa inn í umhverfið. Það þarf að stíga varlega til jarðar til að valda ekki spjöllum, maður hleypur ekkert þarna. Við fengum líka gott að borða, þetta er einstakt hjá þeim í Vigur," segir Guðríður Guðmundsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Eyrarskjóli á Ísafirði um vel heppnaða útskriftarferð elsta árgangs leikskólans út í eyjuna Vigur.

„Krakkarir koma með kjálka, bein og grjót heim úr ferðinni enda mikið af fjársjóðum í eyjunni. Suma fjársjóði má maður taka og suma ekki. Stígvélin eru aldrei nógu stór en sumir óðu of langt og stígvélin dugðu ekki til. Það er margt sem gerist í svona ævintýraferðum," segir Guðríður en samkvæmt heimildum eyjarskeggja er þetta 20. skiptið sem krakkar á Eyrarskóli fara inn í Vigur.

hordur@bb.is

föstudagurinn 18. janśar 2013

Sjaldséš heimsókn Gušmundar ķ Nesi

Hafsteinn gerir sig klįran og Stefįn Žór ašstošar
Hafsteinn gerir sig klįran og Stefįn Žór ašstošar
Einn af stærstu togurum landsins, frystitogarinn Guðmundur í Nesi ER-13 lagði að bryggju á Ísafirði í gærkvöldi. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem þetta stóra skip leggst við bryggju á Ísafirði, en ástæða heimsóknarinnar var drauganet sem hafði fest sig í skrúfu skipsins. Drauganet eru hvimleið vandamál fyrir togara, en þau eru net sem skip eða bátar hafa misst í sjóinn og geta þau flækst fyrir öðrum skipum. Hafsteinn Ingólfsson kafari á Ísafirði og einn eigenda Sjóferða bjargaði málunum fyrir Guðmund í Nesi, og losaði netið úr skrúfunni.

„Eitt blað skrúfunnar var alveg klætt netinu, en ég var snöggur að losa þetta," segir Hafsteinn.

Frétt af www.bb.is

föstudagurinn 11. janśar 2013

Ósįttur viš śrręšaleysi

bb.is | 11.01.2013 | 11:03

„Ef Vegagerðin væri með manndóm í sér og myndi vilja semja um fastar ferðir væri þetta miklu öruggara ástand," segir Hafsteinn Ingólfsson eigandi Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar, en Hafsteinn er ósáttur við að engin viðbragðsáætlun sé til sem snúi að fólksflutningum frá Súðavík um sjóleið, þegar Súðavíkurhlíðin lokast.

Hafsteinn sótti tæplega sjötíu manns til Súðavíkur í bát frá Ísafirði í vonskuveðri og vondum sjó laugardaginn 29. desember síðastliðinn. Í óveðrinu sem geisaði á norðanverðum Vestfjörðum daganna fyrir síðustu áramót urðu margir vegfarendur innlyksa í Súðavík þar sem hinni svokölluðu Súðavíkurhlíð var lokað vegna fannfergis og snjóflóðahættu. Hafsteinn fékk þá símtal frá einstaklingi sem óskaði eftir því að hann kæmi og ferjaði fólk yfir til Ísafjarðar gegn gjaldi. Hafsteinn sló til og fór tvær ferðir til að sækja fólkið. Til stóð að fara þá þriðju en þá var orðið verulega vont í sjóinn og því komust ekki allir yfir til Ísafjarðar sem vildu.

Hafsteinn er ósáttur við þá staðreynd að engin viðbragðsáætlun sé til staðar þegar mál sem þessi koma upp. „Þegar ég sá um póstþjónustuna var ég með samning við Vegagerðina um að ég væri til staðar þegar svona lagað gerist, en það er ekki lengur. Það getur ekki verið svo kostnaðarsamt fyrir Vegagerðina að hafa einn bát til taks," segir Hafsteinn.

Þeir sem voru fastir í Súðavík og vildu halda áramótin á Ísafirði voru því algerlega upp á einkaframtakið komið. Hafsteinn segir það ekki boðlegt fyrir þá sem komast ekki landleiðina, að eiga ekki kost á því að fara sjóleiðina nema um einkaframtak sé að ræða.

Eldri fęrslur
Vefumsjón