Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins er komið til Ísafjarðar þetta sumarið.  Það er Thompson Spirit sem kemur með u.þ.b. 1.300 farþega.  Sjóferðir fóru þrjár ferðir í Vigur í dag með farþega úr skipinu, og ekki var að sjá annað en að allir væru ánægðir eftir ferðina.  Gengið var um eyjuna undir leiðsögn og að henni lokinni var sest niður og drukkið kaffi með heimabakkelsi, að hætti húsfreyjunnar í Vigur.  Farþegarnir fengu að sjá mikið fuglalíf í eyjunni ásamt því sem hrefnur og hvalir sáust á Djúpinu.  Eins og venjuega er mikið líf í Bryggjuhúsinu á meðan að beðið er eftir bátunum eins og sjá má í eftirfarandi myndbandi:

mišvikudagurinn 14. maķ 2014

Tvķbónaš og sterķliseraš hjį Kiddż

Ferðamannavertíðin er handan við hornið en straumur ferðamanna til Vestfjarða hefur aukist á undanförnum árum. Guðrún Kristjánsdóttir, hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar, hefur verið lengi í bransanum og kannski þess vegna vill hún ekki láta mikið uppi um horfur á vertíðinni. „Sumarið lítur út eins og öll hin sumrin. Ég vil ekki vera með neinar skýjaborgir og vil heldur halda mig á jörðinni,“ segir Guðrún, betur þekkt sem Kiddý. Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til Ísafjarðar á sunnudag.

„Sjóveðurspáin er ekki góð á sunnudag en það verður örugglega nóg að gera hjá rútunum,“ segir hún. Komum skemmtiferðaskipa fjölgar mjög í sumar en Kiddý segir erfitt að sjá fyrirfram hvort að það skili sér í auknum farþegafjölda hjá Sjóferðum en vinsælt er hjá farþegum skemmtiferðaskipa að fara með Sjóferðum í Vigur. Sjóferðir gera út þrjá báta og segir Kiddý að flotinn sé klár fyrir sumarið. „Það er allt tilbúið hjá Kiddý, búin að bóna tvisvar. Kiddý er með allt klárt og steríliserað,“ segir Kiddý.

bb.is | 14.05.2014

mįnudagurinn 27. janśar 2014

Vakin og sofin ķ feršažjónustu ķ 25 įr

„Horfurnar eru góðar, við vonumst eftir góðu sumri, það verður nóg að gera,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir (Kiddý) hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði. Ekki er á döfinni að brydda á nýjungum hvað varðar áfangastaði á komandi sumri. „Nei, það er engin þörf á því núna, við ætlum bara að halda sama góða prógramminu.“

Þau hjónin Kiddý og Hafsteinn Ingólfsson eru með þrjá farþegabáta í rekstri, Guðrúnu Kristjáns, Blika og Ingólf. Núna eru þau að fylla 25 árin í rekstri bátanna sinna og mega heita langhlauparar í þeirri grein. „Við höfum núna í aldarfjórðung verið vakin og sofin í því að byggja upp þessa ferðaþjónustu og hlúa að henni,“ segir Kiddý.

bb.is | 27.01.2014

föstudagurinn 27. desember 2013

Fólk ferjaš milli Sśšavķkur og Ķsafjaršar

Ingólfur fór tvęr feršir meš faržega milli Ķsafjaršar og Sśšavķkur
Ingólfur fór tvęr feršir meš faržega milli Ķsafjaršar og Sśšavķkur

bb.is | 27.12.2013 | 13:55

Þó að ekki hafi verið fært landleiðina milli Súðavíkur og Ísafjarðar í gær komust ýmsir sjóleiðis, en Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar fóru tvær ferðir. Hafsteinn Ingólfsson segir að um hafi verið að ræða í kringum 40 manns. Ferðirnar eru skipulagðar af einstaklingum og ekki í samstarfi við neina opinbera aðila, sem Hafsteinn segir að sé óheppilegt. „Maður er að fara með stuttum fyrirvara og það eru fáir sem vita af ferðinni. Það væri gott ef við gætum gert þetta í samræmi við Vegagerðina, þannig að þeir gætu látið fólk vita af ferðunum og fleiri gætu nýtt sér þetta.“

Hafsteinn segist ekki búast við að fara fleiri ferðir í dag, en hann veit ekki til þess að neinn sé í Súðavík sem þurfi á fari að halda. Færð á vegum á Vestfjörðum er með þeim hætti að ólíklegt er að hún breytist til hins betra.

herbert@bb.is
föstudagurinn 20. desember 2013

Jólakvešja frį Sjóferšum

Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar, stjórnedur þess og starsmenn óska viðskiptavinum sínmum sem og landsmönnum öllum GLEÐILEGRA JÓLA, með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum!
Eldri fęrslur
Vefumsjón