ţriđjudagurinn 5. maí 2015

Vorannirnar hafnar hjá Sjóferđum

Brottför í Jökulfirđina
Brottför í Jökulfirđina
« 1 af 2 »
  Við viljum byrja á því að óska öllum gleðilegs árs og sumars og byðjast velvirðingar á því að síðan hefur lítið verið uppfærð að undanförnu.
 
  En nú eru vorannirnar byrjaðar hjá Sjóferðum og verið er að gera allt klárt fyrir sumarið.  Eins og undanfarin sumur verðum við með áætlunarferðir í Vigur, Jökulfirði og á Hornstrandir.  Við viljum einnig minna á að það getur verið nauðsýnlegt að bóka far í tíma, þar sem oft er uppselt í ferðirnar okkar.  Vesturferðir sjá um að bóka og selja í ferðirnar okkar.  Þið getið bókað ferðir á www.vesturferdir.is eða með því að hringja í þá í síma 456 5111.

  Nú í apríl og maí höfum við verið að aðstoða vini okkar hjá Borea, og siglt nokkrar ferðir fyrir þá að Kvíum í Jökulfjörðum, en báturinn þeirra bilaði lítilsháttar, en er nú kominn í lag.  Þessar ferðir hafa gengið vel.

 Við hlökkum til að sjá ykkur í sumar og vonum að veðrið og sjólagið verði okkur hliðhollt.
fimmtudagurinn 24. júlí 2014

Nýtt myndband tilbúiđ

Starfsmenn Sjóferða hafa notað tímann sinn vel og útbúið frábært myndband úr Vigurferð nú í sumar.  Þetta er frábært framtak hjá ,,Strákunum okkar" og vel þess virði að skoða það.  Við þökkum þeim kærlega fyrir þetta framtak.  Nú er háannatíminn hjá Sjóferðum og allir komnir af stað eftir Heimsmeistarakeppnina, en við finnum verulega fyrir minnkun íslenskra farþega á meðan sparkið er í gangi, en síðan fer allt á fullt.  Í dag eru tveir bátar farnir í Hornvík og einn fer í Vigur síðar í dag.

Njótið myndbandsins!

 
föstudagurinn 18. júlí 2014

Hornvík vćntanleg á nćstu dögum

Sjóferðir H&K kynna með stolti, trailerinn af stuttmyndinni "Hornvík"!

Væntanleg á næstu dögum.

föstudagurinn 4. júlí 2014

Missa hundruđ viđskipta­vina vegna veđurs

                                                        Bræla og slæmt veður síðustu daga hef­ur leitt til þess að þrjú skemmti­ferðaskip hafa ákveðið að sigla fram­hjá Ísaf­irði á leið sinni kring­um landið með til­heyr­andi tekjutapi fyr­ir ferðaþjón­ustuaðila á svæðinu. Guðrún Kristjáns­dótt­ir, sem flest­ir þekkja sem Kiddý, seg­ist aldrei hafa vitað annað eins á þeim 25 árum sem hún hef­ur starfað við sjó­ferðir.

Hafa misst 300 til 600 viðskipta­vini

Á síðustu þrem­ur dög­um seg­ir hún að fyr­ir­tækið hafi orðið af um 300 til 600 viðskipta­vin­um vegna veðurs­ins. Hún tek­ur fram að fyr­ir­tækið, Sjó­ferðir Haf­steins og Kiddýj­ar, sé þó ekki eina fyr­ir­tækið sem verði af viðskipt­um vegna veðurs­ins, held­ur snerti þetta alla ferðaþjón­ustu á svæðinu.

Veðurfarið síðustu daga hef­ur or­sakað að skemmti­ferðaskip hafa fellt niður kom­ur sín­ar til Ísa­fjarðar. Ferðaþjón­ustuaðilar tapa gíf­ur­lega á því. Kiddý seg­ist aldrei hafað upp­lifað álíka veður í júlí­mánuði áður. mbl.is/​Krist­inn

„Þetta er hund­leiðin­legt, ekki bara fyr­ir okk­ur held­ur sam­fé­lagið í heild sinn hér,“ seg­ir hún og bæt­ir við: „Þetta eru líka rút­urn­ar og all­ir þeir staðir sem ferðamenn fara á. Þetta snert­ir einnig Flat­eyri, Suður­eyri og Bol­ung­ar­vík. Þar er fullt af afþrey­ingu.“

Veður­spá næstu daga er ekk­ert of já­kvæð, en Kiddý seg­ir að mjög lík­legt sé að fjórði dag­ur­inn detti út á morg­un. Sunnu­dag­ur­inn gæti orðið allt í lagi, en á mánu­dag­inn sé svo spáð 18 metr­um á sek­úndu. „Við höf­um ekk­ert getað. Ég á þrjá báta en það er bara kom­in vetr­ar­bind­ing á þá,“ seg­ir hún.

„Við eru hrein­lega í djúp­um skít“

Ferðaþjón­ust­an er helsta lífæð fyr­ir­tæk­is­ins og Kiddý seg­ir að þetta veður komi á versta tíma, enda séu farþegar skemmti­ferðaskip­anna með stærstu viðskipta­vin­um þess. Sjó­ferðir Haf­steins og Kiddýj­ar sigla meðal ann­ars til Vig­urs og Hest­eyr­ar í dags­ferðir, en Kiddý seg­ir að þessa dag­ana sé ekki lend­andi í Vigri vegna haf­sjós. „Við eru hrein­lega í djúp­um skít,“ seg­ir hún.

Hjá fyr­ir­tæk­inu starfa 10 manns og seg­ir hún aga­legt að geta ekki nýtt mann­skap­inn dag eft­ir dag. Þetta væri öðru­vísi ef veðrið stæði aðeins yfir í einn dag, en þegar bræl­an sé viðvar­andi fari þetta að segja til sín.

Þrjú skip hætt við komu og fjórða skipið lík­legt til þess

Í dag áttu að koma tvö skip til Ísa­fjarðar. Annað ákvað að sigla aust­ur­leiðina frá Ak­ur­eyri til Reykja­vík­ur, en annað kom aðeins í minni Ísa­fjarðar. Á miðviku­dag­inn var svo annað skip sem ákvað að hætta við komu. Á morg­un er svo gert ráð fyr­ir fjórða skip­inu en Kiddý er ekki bjart­sýn á að það komi held­ur.

Skemmti­ferðaskipt­in koma ekki aðeins með tekj­ur í sam­fé­lagið, held­ur seg­ir Kiddý að fjöld­inn kryddi veru­lega upp á sam­fé­lagið á sumr­in. „Þetta er á góðum degi eins og hátíðar­höld 17 júní,“ seg­ir hún.

Íslend­ing­ar ferðast ekki meðan HM er í gangi

En það eru ekki bara er­lend­ir ferðamenn sem láta ekki sjá sig fyr­ir vest­an núna. Kiddý seg­ir að það sé þekkt að meðan heims­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu sé í gangi fjórða hvert ár sé eins og Íslend­ing­ar leggi ferðalög á hill­una og bíði heima. „Það hreyfa sig fáir um Ísland fyrr en HM er búið,“ seg­ir hún.

„Vant­ar bara snjó­kom­una“

Miðað við veðurfar síðustu daga er erfitt að hugsa til þess að það sé kom­inn júlí­mánuður og Kiddý seg­ist aldrei hafa upp­lifað annað á þeim 25 árum sem hún er bú­inn að vera í ferðaþjón­ustu. „Það vant­ar bara snjó­kom­una og þá er kom­inn vet­ur,“ seg­ir hún að lok­um.

föstudagurinn 6. júní 2014

Tuttugasta útskriftarferđin í Vigur

« 1 af 2 »
Í dag fóru Sjóferðir með útskriftarhóp leikskólanna Eyrarsól og Sólborg í skemmtisiglingu út í Vigur.  Þetta er í tuttugasta skiptið sem farið er með samskónar hópa í útskriftarferð.  Þegar komið er út í Vigur er gengið um eyjuna, náttúran og fuglalífið skoðað undir leiðsögn, og síðan er sest að snæðingi.  Í dag buðu hjónin í Vigur leikskólabörnunum og fóstrum þeirra upp á Lasagna, og muffins í eftirrétt.  Hópurinn var til mikillar fyrirmyndar og allir skemmtu sér vel.  Þegar komið var til baka úr eyjunni, stilltu allir sér upp við Bryggjuhúsið fyrir ljósmyndara, og að því loknu voru allir leistir út með gjöfum frá Vigur-hjónunum og Sjóferðum.  Í þessari ferð voru 35 börn ásamt 6 fóstrum, auk tveggja leiðsögumanna.  Fjöldinn var það mikill að þessu sinni að það þurfti stærsta bát Sjóferða til þess að sem best færi um alla á leiðinni.  Myndirnar hér að ofan og myndbandið hér að neðan voru teknar við komu hópsins til Ísafjarðar.

              
Eldri fćrslur
Vefumsjón