sunnudagurinn 22. jn2008

ttarmt Reykjanesi

Í gær fluttu Sjóferðir yfir 100 manns af ættarmóti sem haldið var í Reykjanesi út í Vigur. Farið var á Guðrúnu og Blika og þurfti Bliki að fara aukaferð úr Vigur inn Í Reykjanes til þess að allir kæmust sem áhuga höfðu á. Veður var með eindæmum gott og ekki annað að sjá en að allir væru ánægðir með ferðina. Auk þessa var áætlununarferðin klukkan tvö, frá Ísafirð eins og venjulega farin, og var ágæt þáttaka í henni líka. Í nógu var því að snúast hjá heimilsfólkinu í Vigur þennan daginn.
rijudagurinn 17. jn2008

Miklar annir hj Sjferum

Vindmyllan er falleg  slrkum degi
Vindmyllan er falleg slrkum degi
Í dag hefur verið mikið að gera hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar. Skemmtiferðaskipið Adriana III kom til Ísafjarðar í morgun og stór hluti farþega þess hefur farið með okkur inn í Vigur.  Þar að auki hlotnaðist okkur sá heiður að hafa heimsfræga Ástralska Jazzhljómsveit - The Hoodangers - með okkur í einni ferðinni á Ingólfi út í eyjuna.  Þeir voru yfir sig hrifnir af ferðinni.  Haukur Sigurðsson var að fara í sína síðustu ferð sem leiðsögumaður á þessu sumri, en hann er á förum til Argentínu, en kemur væntanlega aftur næsta sumar, og þökkum við honum kærlega fyrir hans framlag þetta sumarið.  Nú bætum við við nokkrum myndum úr einni ferðinni í dag inn á myndasafnið.
rijudagurinn 3. jn2008

Myndasa

10 bekkur Grunnsklans  safiri leika sr  sjnum  veurblunni  Hesteyri
10 bekkur Grunnsklans safiri leika sr sjnum veurblunni Hesteyri

Nýjar myndir á myndasíðu, s.s. af bryggjuframkvæmdum á Hesteyri og frá ýmsum vorferðum. 

rijudagurinn 3. jn2008

Bryggjuhs

Flutningur undirbinn
Flutningur undirbinn
« 1 af 9 »

Mánudaginn 2. júní s.l. (2008) var bryggjuhúsi komið fyrir á athafnasvæði Sjóferða.  Ætlunin er að nýta húsið fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.  Þar verður biðstofa, móttaka farangurs og pakka, heitt á könnunni, upplýsingar um ferðir og margt fleira. 

Sa 19 af 19
Eldri frslur
Vefumsjn