miđvikudagurinn 9. júlí 2008

Birna Hjaltalín Pálsdóttir 75 ára í dag !

« 1 af 2 »
Birna Hjaltalín Pálsdóttir staðarhaldari og vert á Hesteyri er 75 ára í dag. Af því tilefni fór Ingólfur, einn af bátum Sjóferða, aukaferð á Hesteyri með nánustu ættingja hennar og vini til þess að gleðjast með henni nú í kvöld. Sjóferðir og Binna hafa átt mjög gott samstarf í gegnum árin, en hún hefur tekið á móti ferðamönnum og veitt þeim kaffi og meðlæti í árafjöld í Læknishúsinu á Hesteyri. Af þessu tilefni setjum við nýja myndasyrpu inn á vefinn frá veisluhöldunum fyrr í kvöld.

Sjóferðir óska Binnu hjartanlega til hamingu með afmælið, og þakkar fyrir samstarfið á liðnum árum !!!
mánudagurinn 7. júlí 2008

Stćđsta ferđamannahelgin afstađin

Gríđarlegur farangur fylgdi fólkinu
Gríđarlegur farangur fylgdi fólkinu
« 1 af 2 »
  Nýliðin helgi var sú stæðsta það sem af er sumrinu,  og nóg að gera hjá Sjóferðum.  Segja má að helgin hafi byrjað á fimmtudag, en þá fór fólk að streyma til Flæðareyrar.  Segja má að bátarnir hafi ekki stoppað frá fimmtudegi til mánudags, nema til þess að taka olíu, lesta og losa.   Til allrar hamingju lék veðrið við okkur allan tímann, og allir komust heilir til þeirra áfangastaða sem þeir ætluðu.
  Mest var umferðin á Flæðareyri, en einnig var farið í Vigur, til Hesteyrar, Hornvíkur og Aðalvíkur.  Þá má geta þess að skemmtiferðaskip var á Ísafirði í gær, og farþegar úr því fóru í skoðunarferðir inn í Vigur að vanda.  Að sögn Kiddýjar gekk allt eins og í sögu, og áhfnir bátanna nú komar heim til að hvíla sig eftir annasama helgi.
« 1 af 2 »
  Í dag fór árgangur 1964 úr Stýrimannaskólanum með Sjóferðum í skoðunarferð inn í Vigur ásamt mökum.
  Eins og menn hafa eflaust tekið eftir hefur veður versnað lítillega hér á Ísafirði, og má segja að það minni mann á októberveður en ekki það veður sem vera á í lok júní.  En eins og þessir hraustu sjómenn eiga að venjast létu þeir það ekkert á sig fá, þótt gefið hafi á bátinn þegar siglt var út sundin, eins og sjá má á seinni myndinni sem fylgir þessari frétt, en öldur lægði strax og komið var út fyrir Arnarnesið.
  Þegar í Vigur kom var genginn hinn venjulegi skoðanahringur, og að honum loknum var sest niður og drukkið kaffi og heimabakað meðlæti að hætti húsfreyju.  Við komuna til Ísafjarðar voru allir sælir og létu vel af ferðinni.
  Þessi hópur hittist einu sinni á ári, á mismunandi stöðum á landinu og skemmta sér saman eina helgi.
ţriđjudagurinn 24. júní 2008

Bryggjuhúsiđ komiđ í fullan rekstur

Bryggjuhúsiđ sómir sér vel
Bryggjuhúsiđ sómir sér vel
« 1 af 2 »
Bryggjuhúsið er nú komið í fullan rekstur og hafa farþegar þegar glaðst mjög yfir því að loksins sé komin aðstaða við brottfararstað bátanna, þar sem hægt er að setjast niður á meðan að beðið er brottfarar og komu bátanna, og aðstaða til þess að geyma farangur er fyrir hendi. Þetta er löngu tímabært er haft eftir farþegum sem fóru til Hesteyrar nú síðdegis. Auk þess er oftast heitt á könnunni hjá Kiddý.
ţriđjudagurinn 24. júní 2008

Ísbjarnarlaust friđlandiđ opnađi í morgun

Frá Ađalvík
Frá Ađalvík
« 1 af 2 »
klukkan 09:00 í morgun opnaði ísbjarnarlaust friðlandið á Hornströndum fyrir hinn almenna ferðamann.  Einnig opnaðist umferð til Hesteyrar klukkan  18:00 í  kvöld.
 Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar fóru í sína fyrstu ferð í Aðalvík, bæði að Sæbóli og Látrum strax í morgun.  Einnig var  farin  ferð  til  Hesteyrar  nú síðdegis.  Á morgun verður skemmtiferðarskip hér á Ísafirði, og fara farþegar af því bæði til Hesteyrar og út í Vigur.
Eldri fćrslur
Vefumsjón