mivikudagurinn 30. jl2008

Heimskn um bor skemmtiferaskip

Btar Sjfera og Bryggjuhsi smir sr vel af ilfarinu
Btar Sjfera og Bryggjuhsi smir sr vel af ilfarinu
« 1 af 3 »
Það er ekki á hverjum degi sem heimamenn fá að fara um borð í þau skemmtiferðaskip sem sækja Ísafjörð heim. Um daginn var henni Láru Rán, leiðsögumanni hjá Sjóferðum, boðið um borð í eitt þeirra stærri eftir að hún lauk leiðsögn í Vigur, en stúlka sem vinnur á skipinu bauð henni að koma um borð og tók hana í leiðsögn um skipið til að borga fyrir Vigurferðina. Lára tók margar myndir um borð og við sýnum þrjár þeirra hér með fréttinni, sem sýnir útsýnið af efsta þilfari skipsins.
mivikudagurinn 30. jl2008

Faregamet Vigur

Faregar ganga um bor  safiri
Faregar ganga um bor safiri
« 1 af 2 »
Met sem staðið hefur frá árinu 2004 féll s.l. mánudag þegar Sjóferðir fluttu 350 farþega á einum degi inn í Vigur. Tvö skemmtiferðaskip komu þennan dag til Ísafjarðar og fóru bátarnir Guðrún og Bliki fjórar ferðir hvor með ferðamenn þangað, auk þess sem Ingólfur fór eina ferð í áætluninni klukkan 14:00. Einnig fór Ingólfur í Aðalvík og á Hesteyri s.k.v. áætlun.
Hugrún húsfreyja í Vigur sagði að bakað hafi verið á vöktum fyrir komu allra þessara ferðamanna, til þess að allir fengju nóg með kaffinu að lokinni leiðsögn. Venja er að "Escortar" þ.e. leiðsögumenn af skemmtiferðaskipunum fari með í þessar ferðir og voru þeir 13 að þessu sinni. Árið 2004 voru mest fluttir 312 ferðamenn í Vigur á einum degi, og er það met nú fallið.
Veður var með eindæmum gott þennan dag, og hjálpaði það mikið við flutningana.
laugardagurinn 26. jl2008

Kjtspuferin nlgast

Margir pottar af kjtspu renna niur  maga gestanna
Margir pottar af kjtspu renna niur maga gestanna
« 1 af 5 »
Laugardaginn 2. ágúst n.k. verður farið í hina árlegu " Kjötsúpuferð " til Hesteyrar. Þessar ferðir hafa alltaf verið mjög vinsælar og oft færri komist með en viljað hafa. Farið verður á tveimur bátum að vanda, og vissara að bóka sig hjá Vesturferðum í síma 456 5111 til að tryggja sér far. Í þessum ferðum er farinn hinn venjubundni túristahringur áður en sest er að borðum, og kjötsúpan borðuð. Yfir borðum er oft slegið á létta strengi og staðarhaldarar töfra fram ljúfa tónlist. Eftir matinn er sest út á verönd og allir taka þátt í söng og leikjum, áður en kveiktur er varðeldur í fjörunni og safnast saman í kringum hann og sungið langt fram á kvöld. Yfirleitt er komið til baka til Ísafjarðar um miðnættið.
fstudagurinn 25. jl2008

Fer Hornvk 24. jl 2008

Í gær var farið á Blikanum í ferð um Hornstrandir.  Leggja átti af stað klukkan 09:00 en sjólag fyrir Straumnesið var óhagstætt og því ákveðið að fresta brottför.  Lagt var af stað klukkan 13:00, en þá hafði ölduhæð minnkað og komið ágætis veður.  Fyrst var farið í Fljótavík með fólk og heilmikinn farangur, þaðan var haldið í Hlöðuvík og að lokum í Hornvík.  Að vísu var komið við í Fljótavík í bakaleiðinni, þar sem farþegar til Ísafjarðar voru teknir um borð.  Kyrrt var á víkunum og gekk vel að "Tuðrast" með fólk og farangur í land á öllum viðkomustöðum.  Jón Björnsson, lanvörður, kom um borð og fékk stuttan túr innan Hornvíkur.  Skipstjóri í þessari ferð var Hafsteinn Ingólfsson. Stígur Sóphusson var á tuðrunni að vanda. Til gamans má geta þess að ljósmyndari var með í ferðinni og er komin ný myndasyrpa inn á myndaalbúmið.  Njótið vel !!!  
sunnudagurinn 20. jl2008

Uppselt allar ferir dagsins

Miklar annir eru  bryggjunni egar rr btar fara  sama tma
Miklar annir eru bryggjunni egar rr btar fara sama tma
« 1 af 3 »
  Ekki er að sjá að Hornstrandafarar setji það fyrir sig þótt upp komi orðrómur um ísbirni í friðlandinu.  Í dag var í fréttum að sést hafi til tveggja ísbjarna, og kölluð var út þyrla,björgunarsveit, sérsveitarmenn og Jón Björnsson, landvörður, til þess að leita að þessum ylla séðu gestum. Í ljós kom að um álftir var að ræða, en ekki ísbirni.
  Uppselt var í allar ferðir dagsins, en Bliki og Ingólfur fóru inn í Vigur, og Guðrún á Hesteyri.  Færri komust með en vildu, og er greinilegt að vinsældir þessara ferða eru sífellt að aukast.  Meira er farið að sjást af ferðamönnum á Ísafirði nú en það sem af er sumri og á það  eflaust eftir að aukast á mæstu vikum.  Þess vegna er vissara fyrir þá sem sigla vilja með okkur að bóka sig tímanlega hjá Vesturferðum.  Við bjóðum alla velkomna og bætum við bátum í vinsælustu ferðirnar ef mögulegt er.
  Við tökum á móti ykkur öllum með bros á vör !
Eldri frslur
Vefumsjn