mišvikudagurinn 1. jśnķ 2016

Śtskriftarbörn heimsóttu Vigur

bb.is | 01.06.2016 | 08:34

 

Á þriðjudaginn fór hópur fimm ára barna sem útskrifast af leikskólanum Eyrarskjóli í vor í útskriftarferð, þar sem þau heimsóttu perluna í Djúpinu, eyjuna Vigur. Er þetta er 24. árið í röð sem Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar sigla með útskriftarnema úr leikskólanum inn í Vigur, þar sem þau fá að skoða eyjuna og fuglalífið þar sem nú er í hve mestum blóma. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem Þorsteinn Tómasson tók af hópnum við heimkomu voru það alsæl börn sem snéru aftur eftir ævintýraríkan dag.

 

annska@bb.is

 
mišvikudagurinn 6. janśar 2016

Įramótakvešja

Um leið og við óskum öllum gleðilegs árs með þökk fyrir það liðna, viljum við benda ykkur á Vesturferðir sem er okkar aðal söluaðili í ferðirnar okkar!
föstudagurinn 25. desember 2015

Jóla- og Įramótakvešja!

Sjóferðir óska viðskiptavinum sínum sem og lansmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!
Sjáumst vonandi hress þegar sólin fer að hækka á lofti!
mįnudagurinn 16. nóvember 2015

RŚV kom viš į Hesteyri į mešan į tökum stóš!

« 1 af 4 »
Ríkisútvarpið - Sjónvarp skrapp með okkur til Hesteyrar á meðan á tökum myndarinnar ,,Ég man þig" stóðu yfir.
Hægt er að nálgast fréttina á eftirfarnadi slóð:

http://www.ruv.is/frett/hrollvekja-a-hesteyri-ruv-a-tokustad

Nú er tökum lokið í bili og allir komnir heilir heim, og húsin aftur gerð klár fyrir veturdvala.  Það var ánægður en þreyttur hópur sem kom til baka, og ánægðir með að allt gekk eins og í sögu.
žrišjudagurinn 10. nóvember 2015

Tökuliš Ég man žig mętt į Hesteyri: „Bless heimur“

Vísir

 
BÍÓ OG SJÓNVARP
15:13 10. NÓVEMBER 2015
 BIRGIRS OLGEIRSSON SKRIFAR
 
 
Tökulið kvikmyndarinnar Ég man þig að koma búnaði í land á Hesteyri.
Tökulið kvikmyndarinnar Ég man þig að koma búnaði í land á Hesteyri.VÍSIR/HAFÞÓR GUNNARSSON

Tökulið kvikmyndarinnar Ég man þig er mætt til Hesteyrar í Jökulfjörðum þar sem tökur munu standa yfir fram á föstudag. Var tökuliðið ferjað yfir á Hesteyri frá Ísafirði af Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar í gærmorgun og hófust einhverjar tökur þegar í stað á meðan siglingunni stóð.

Handrit myndarinnar vann leikstjóri hennar Óskar Þór Axelsson ásamt Ottó Berg upp úr samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur sem kom út árið 2010.


Það hefur reynst mikil þolraun að koma öllum búnaðinum í land því ekki er hægt að styðjast við vélknúin farartæki á Hesteyri.
Það hefur reynst mikil þolraun að koma öllum búnaðinum í land því ekki er hægt að styðjast við vélknúin farartæki á Hesteyri.VÍSIR/HAFÞÓR GUNNARSSON

Ég man þig segir frá ungu fólki, sem Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir leika, sem fer til Hesteyrar í Jökulfjörðum um miðjan vetur til að gera upp hús en fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á sama tíma dregst ungur læknir á Ísafirði inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu.


Frá smábátabryggunni á Ísafirði en þaðan var tökuteymið flutt yfir á Hesteyri.
Frá smábátabryggunni á Ísafirði en þaðan var tökuteymið flutt yfir á Hesteyri.VÍSIR/HAFÞÓR GUNNARSSON

Ísfirski fréttamiðillinn Bæjarins besta sagði frá því í gær að tökuteymið flutti rotþró til Hesteyrar sem mun leika stórt hlutverk í myndinni. Þá kom einnig fram að þær senur sem gerast á Ísafirði verði teknar upp næsta vor og er bæði búið að velja hús og götur í bæjarfélaginu þar sem tökur munu fara fram.

Vera tökuliðsins á Hesteyri á þessum árstíma mun ekki reynast neinn dans á rósum. Þorpið fór í eyði rétt eftir miðja síðustu öld en þar standa níu hús sem notuð eru sem sumarhús. Ekki er gert ráð fyrir dvöl í þeim til lengri tíma yfir vetrarmánuðina og þurfti til að mynda að fara þangað með nokkurra daga fyrirvara áður en tökuteymið mætir á staðinn til að kynda upp húsin sem á að dvelja í. Er rafmagn í afar takmörkuðu magni og lítið sem ekkert símasamband.

Ágústa Eva kvaddi til að mynda vini sína á Facebook á sunnudag þar sem hún sagðist eiga eftir að eftir að hverfa af yfirborði jarðar í rúma viku á meðan tökum á Hesteyri stendur.

 

 
 
 
Fyrri sķša
1
234567171819Nęsta sķša
Sķša 1 af 19
Eldri fęrslur
Vefumsjón